Um Proency

Saga Proency hófst í september árið 2017, þegar Sigrún Þóra starfaði sem sálfræðingur fyrir lögregluna á Íslandi og þróaði námskeið og handbók um andlega heilsueflingu fyrir starfsfólk lögreglu.

Um haustið 2017 var Stefnir í námi um greiningu og stýringu kerfa við KTH í Stokkhólmi. Í gegnum sálfræðistörf Sigrúnar Þóru fékk Stefnir innsýn í sálfræðilegt mat og hugmyndir að því hvernig mætti bæti ferlið verulega með hagnýtingu gervigreindar. Þá fæddist hugmyndin um að þróa sálfræðilegt mat í formi gervigreindar og í framhaldi tengjast aðferðum og leiðum til andlegrar heilsueflingar.

Proency var síðan formlega stofnað í október árið 2018 og samhliða urðu markmið fyrirtækisins skýr: Að meta og bæta andleg heilsu starfsfólks hjá fyrirtækjum og stofnunum. Koma þannig í veg fyrir streitu, kulnun og aðra sálfræðilega kvilla ásamt því að auka vellíðan og afkastagetu starfsfólks.

Sumarið 2019 var Proency svo eitt af 10 fyrirtækjum sem voru samþykkt í Startup Reykjavík.

Framtíðarsýnin

Það er okkar framtíðarsýn að allir fái sama tækifærið til þess að upplifa andlega vellíðan. 

 Við bjóðum þess vegna upp á aðgengilega og auðvelda leið fyrir fólk til þess að meta og bæta andlega vellíðan sína. Af því að okkar markmið er að gefa öllum tækifæri til þess að: 

1) Vera meðvituð um andlega heilsu sína

2) Geta haft áhrif á sína eigin velllíðan. 

Sigrún Þóra Sveinsdóttir

Stofnandi og sálfræðingur

Stefnir Húni Kristjánsson

stofnandi og framkvæmdarstjóri

Árni Björn
Gestsson

Sérfræðingur í rekstrarstjórnun