ÞJÓNUSTAN OKKAR

Proency býður upp á hugbúnaðarlausn fyrir fyrirtæki og stofnanir til að viðhalda og efla andlega heilsu starfsfólks með rauntíma sálfræðilegu mati

Hugbúnaðarinn okkar inniheldur: 

Sálfræðilegt mat

Rauntíma sálfræðilegt mat á andlegri heilsu starfsfólks, með hjálp gervigreindar og sálfræðilegra prófa. Það er gert með breytilegum fjölda spurninga og birtingu þeirra, ákveðið í samkomulagi við viðskiptavini.

Heildarmat og ráðgjöf

Stjórnendur fá aðgang að heildarmati andlegrar heilsu starfsfólks og fá yfirsýn yfir stöðuna hjá öllu starfsfólki sínu. Samhliða hugbúnaðarlausninni bjóðum við einnig upp á ráðgjöf í því hvernig megi lesa í heildarmatið.

Sálfræðilegar aðferðir

Með hugbúnaðinum fylgir aðgangur að aðferðum sem rannsóknir hafa sýnt að viðhaldi og bæti andlega heilsu. Starfsfólk fær sérsniðnar leiðbeiningar um þær aðferðir sem parast saman við niðurstöður þeirra

Sálfræðilegt mat

Heildarmat á vinnustöðum

Sálfræðilegt mat á andlegri heilsu starfsfólks, þar sem metnir eru yfir 15 þættir andlegrar heilsu. Notendur fá aðgang að stafrænu umhverfi þar sem þeir fá spurningalista sem meta ólíka þætti andlegrar heilsu. 

Í framhaldi er boðið upp á reglulegt mat á tilteknum þáttum andlegrar heilsu. Tilgangurinn með matinu er að gefa notendum tækifæri til að sjá og meta stöðuna á andlegri heilsu til þess að vita hvort megi bæta hana.

Inn á persónulegu svæði hvers og eins notenda fylgir aðgangur að sálfræðilegum aðferðum sem hafa sýnt árangur í rannsóknum í því að bæta andlega heilsu og draga úr vanlíðan.

Heildarmat og ráðgjöf

Ráðgjöf í framhaldi af sálfræðilegu mati

Stjórnendur og/eða mannauðsstjórar fá sérstakan aðgang að hugbúnaðnum þar þeir sjá heildarmat starfsfólksins yfir alla helstu þætti andlegrar heilsu. Með tímanum er svo hægt að sjá hvernig staðan hefur breyst.

Það gefur þeim tækifæri til þess að vera meðvitaðir um stöðuna á andlegri heilsu starfsfólks, bregðast við á uppbyggilegan hátt eftir þörfum og fylgjast með breytingum á henni yfir tíma. Heildarmatið eru nafnlaust og ópersónulegreinanlegt.

Við uppsetningu hugbúnaðarins bjóðum við upp á ráðgjöf í því hvernig megi lesa í heildarmatið og hvernig hægt er að bregðast við þeim eftir þörfum. Við bjóðum þar að auki upp á nafnlausar tilvísanir til sálfræðinga eftir þörfum og óskum fyrirtækja.

Sálfræðilegar aðferðir

Aðgengi að aðferðum til að efla andlega heilsu

Með hugbúnaðinum fylgir aðgangur að aðferðum sem rannsóknir hafa sýnt að viðhaldi og bæti andlega heilsu. 

Inn á sínu stafræna svæði fær hver og einn starfsmaður sérsniðnar leiðbeiningar um þær aðferðir sem parast saman við niðurstöður þeirra á sálfræðilega matinu.

Notendur fá þannig dýrmætt tækifæri til að grípa inn í þá þætti andlegar heilsu sem er þörf á að bæta og/eða viðhalda.

HAFÐU SAMBAND

Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú hefur einhverjar spurningar eða vilt vita meira um þjónustuna okkar.