Persónuverndarstefna Proency

Persónuvernd og öryggi gagna skiptir Proency miklu máli. Í persónuverndarstefnu Proency kemur fram í hvaða tilgangi persónuupplýsingum er safnað og hvernig farið er með slík gögn.

Ábyrgð Proency og tengiliður
Í starfsemi sinni Proency meðhöndlar persónuupplýsingar ýmist sem ábyrgðaraðili eða vinnsluaðili, sbr. lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Fyrirspurnir um persónuverndarmál, má senda í gegnum Hafa samband hnapp á vefsíðu félagsins www.proency.is
Meðhöndlun persónuupplýsinga
Proency safnar upplýsingum um starfsmenn, viðskiptavini, og birgja sem fyrirtækinu er skylt að varðveita í samræmi við lög og reglur, samninga, samþykki hins skráða eða vegna annarra lögmætra hagsmuna ábyrgðaraðila.

Proency safnar upplýsingum um viðskiptavini sína eingöngu gegn upplýstu og ótvíræðu samþykki þeirra og skulu þeir upplýstir um tilgang vinnslu í hverju tilviki.

Proency safnar einungis upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að veita ráðgjöf eða þjónustu hverju sinni. Kjósi viðskiptavinur að veita ekki persónuupplýsingar á hann ávallt rétt á því.

Ef þú skráir þig á póstlista Proency mun félagið vinna með upplýsingar um nafn þitt og netfang. Sú vinnsla byggir á samþykki þínu en þér er heimilt hvenær sem er að afturkalla það samþykki þitt og afskrá þig af póstlista félagsins.

Komir þú fram fyrir hönd samstarfsaðila Proency, þ.e. birgja, verktaka eða viðskiptamanns sem er lögaðili, kann Proency að vinna með tengiliðaupplýsingar þínar, s.s. nafn, símanúmer og tölvupóstfang. Þá kann Proency að vinna með samskiptasögu og eftir atvikum reikningsupplýsingar. Þessi vinnsla er Proency og/eða starfsfólki þeirra nauðsynleg til að geta uppfyllt skyldur sínar á grundvelli samnings við viðkomandi samstarfsaðila.
Miðlun persónuupplýsinga
Proency nýtir og miðlar ekki persónuupplýsingum í öðrum tilgangi en veitandi hefur gefið upplýst samþykki fyrir.
Öryggi gagna
Proency leggur alla áherslu á öryggi gagna og tryggir að viðeigandi tæknilegar öryggisráðstafanir séu gerðar til að tryggja hámarksöryggi persónuupplýsinga.

Persónuverndarstefna Proency er endurskoðuð reglulega og stefna fyrirtækisins er að skilmerkileg og skýr um það hvernig fyrirtækið safnar persónuupplýsingum og í hvaða tilgangi þær eru notaðar.
Réttindi þín

Samkvæmt lögum átt þú rétt á og getur óskað eftir eftirfarandi upplýsingum með því að senda skriflega fyrirspurn í gegnum hafa samband hnapp á vefsíðu félagsins www.proency.isa) hvort við vinnum persónuupplýsingar um þig,
b) að fá aðgang að persónuupplýsingum um þig og afrit af þeim,
c) að persónuupplýsingar um þig séu uppfærðar og leiðréttar,
d) að persónuupplýsingum um þig sé eytt, ef ekki er lengur málefnaleg ástæða til að varðveita þær,
e) að andmæla eða takmarka hvernig persónuupplýsingar séu unnar,
f) að fá afhentar persónuupplýsingar sem þú hefur látið okkur í té,
g) að afturkalla samþykki þitt til vinnslu þegar vinnsla byggist á þeirri heimild, með sama hætti og þú gafst það eða með því að senda okkur skriflegt erindi.

Staðfesting
Persónuverndarstefna þessi var samþykkt þann 19. ágúst 2019.