Vellíðan á vinnustað

Við hjálpum þínu fólki að efla andlega heilsu sína

Stafræn lausn

Við hjálpum fyrirtækjum og stofnunum að hlúa að og efla andlega heilsu starfsfólks með því að bjóða upp á stafræna lausn með vísindalega viðurkenndum aðferðum.

Andleg heilsa í rauntíma

Lausnin okkar gefur rauntíma mat á andlegri heilsu bæði fyrir starfsfólk á einstaklingsgrundvelli og fyrir stjórnendur sem fá yfirsýn yfir stöðuna á andlegri heilsu.

Aðferðir andleg heilsa

Starfsfólk hefur aðgang að vísindalega viðurkenndum aðferðum, með sérsniðnum ráðum, sem það getur nýtt sér dags daglega til að auka og viðhalda andlegri heilsu.

Hvað rannsóknir segja um mikilvægi andlegrar heilsu á vinnustað

Um helmingur eða 50% veikindadaga er vegna andlegra veikinda starfsmanna

Andleg vellíðan hefur tengsl við færri veikindadaga í vinnu, minni starfsmannaveltu og betri frammistöðu í starfi

Andleg heilsuefling á vinnustað skilar sér tilbaka að meðaltali í 4$ fyrir hvern 1$ sem er settur í hana (ROI).

Hvernig getur þú aukið andlega heilsu þína?

NÚVITUND

Með því að iðka núvitund reglulega er hægt að bæta andlega vellíðan, minni, einbeitingu, þátttöku og afköst.

UPPBYGGILEGT HUGARFAR

Með því að læra uppbyggilegt hugarfar er hægt að bæta færni sína í að takast á við streitu í starfi, eiga betri samskipti við samstarfsfélaga og fjölskylduna.

ÞRAUTSEIGJA

Með því að efla þrautseigju gegn streitu í daglegu lífi og gegn mótlæti. Þjálfa sig í lausnamiðaðri hugsun og öndunaræfingum.

Eiginleikar sem fylgja lausninni

Aðgengileg

Þú getur nálgast hana í síma, spjaldtölvu eða tölvuu, það skiptir ekki máli hvaða búnað þú notar þú getur alltaf nálgast aðgang þinn

Öryggi

Við leggjum mikla áherslu á öryggi og gögnin eru þín eign, við deilum aldrei persónulegum gögnum til vinnuveitenda eða þriðja aðila

Stuðningur

Við bjóðum upp á stuðning og erum opin fyrir tillögum. Við erum stöðugt að bæta lausnina

Bæta við spurningu/listum

Við getum bætt við spurningum eða spurningalistum

Stjórnenda- vs. einstaklingsaðgangur

Stjórnendur og starfsfólk hafa ólíkan aðgang og við getum aðgreint gögn niður í smærri hópa fyrir meiri innsýn

Við erum alltaf að bæta okkur

Hugbúnaðurinn er í beta útgáfu og við erum sífellt að bæta við nýrri virkni


Vertu með og taktu þátt í að bæta andlega heilsu og frammistöðu á þínum vinnustað

Hafa samband