Vellíðan og virkni

Gerum vellíðan aðgengilega og auðvelda fyrir alla

Innskráning Nýskráning

ÞJÓNUSTAN OKKAR

Forútgáfan (beta version) af hugbúnaðarlausninni okkar verður tilbúin í byrjun hausts 2019

Hugbúnaðurinn okkar inniheldur: 

Sálfræðilegt mat

Reglulegt sálfræðilegt mat á andlegri heilsu starfsfólks, með hjálp gervigreindar og sálfræðilegra prófa. Það er gert með breytilegum fjölda spurninga og birtingu þeirra, ákveðið í samkomulagi við viðskiptavini. 

Heildarmat og ráðgjöf

Stjórnendur fá aðgang að heildarmati andlegrar heilsu starfsfólks og fá yfirsýn yfir stöðuna hjá öllu starfsfólki sínu. Samhliða hugbúnaðarlausninni bjóðum við einnig upp á ráðgjöf í því hvernig megi lesa í heildarmatið.

Sálfræðilegar aðferðir

Með hugbúnaðinum fylgir aðgangur að aðferðum sem rannsóknir hafa sýnt að viðhaldi og bæti andlega heilsu. Starfsfólk fær sérsniðnar leiðbeiningar um þær aðferðir sem parast saman við niðurstöður þeirra.

Tölfræðin á bakvið mikilvægi andlegrar heilsu á vinnustöðum

1 %

Um 27% einstaklinga á Íslandi telja sig búa við of mikla streitu

1

Það er áætlað að 620.000 vinnudagar tapist árlega á Íslandi vegna andlegra vandamála starfsfólks

1 %

Meira en 42% einstaklinga á Íslandi telja að vinnuálagið sé of mikið

Ávinningur fyrirtækja frá andlegri heilsueflingu er til dæmis, færri veikindadagar, meiri framleiðni, minni starfsmannavelta og aukin nýsköpun

Andleg vanlíðan hefur neikvæð áhrif á getu fólks til að sinna daglegum verkefnum og dregur úr um 3-4% af landsframsleiðslu á ári

Okkar markmið

Okkar markmið er að gera sálfræðilegt mat og aðferðir aðgengilegar og auðveldar fyrir alla í gegnum hugbúnað.

Til þess að gefa öllum tækifæri til að:

Vera meðvituð um eigin andlega heilsu og hafa áhrif á eigin vellíðan, viðhalda og bæta hana eftir þörfum.

Það er okkar framtíðarsýn að allir fái sama tækifærið til að upplifa andlega vellíðan

Hvernig má bæta andlega heilsu?

NÚVITUND

Með reglulegri iðkun á núvitund má bæta vellíðan, minni, einbeitingu og auka þátttöku og frammistöðu í starfi.

Þrautseigja

Með því að efla andlega þrautseigju sínu gegn streitu daglegs lífs og áskorunum. Þjálfun í lausnamiðaðri hugsun og öndunaræfingum.

Jákvæðar tilfinningar

Með því að auka jákvæðar tilfinningar er hægt að bæta sköpunargáfu og lausnamiðaða hugsun starfsfólks.

LÆRÐ BJARTSÝNI

Með því að læra bjartsýnt hugarfar má auka færni sína til að takast á við streitu í starfi, ná betri tengslum við starfsfólk og fjölskyldu.

Vertu með í að bæta vellíðan og virkni á vinnustaðnum þínum

Við bjóðum upp á þjónustu sem hentar öllum fyrirtækjum og stofnunum. Hafðu samband og athugaðu hvort við getum ekki hjálpað þínu fyrirtæki að taka málin í eigin hendur og bæta vellíðan og auka framleiðni starfsfólksins þíns.